Fréttasafn



4. okt. 2023 Almennar fréttir Félag íslenskra gullsmiða Iðnaður og hugverk

Fulltrúar FÍG og SI sátu íslenskt-indverskt viðskiptaþing

Formaður Félags íslenskra gullsmiða, FÍG, Arna Arnardóttir, og viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, Erla Tinna Stefánsdóttir, voru viðstaddar íslenskt-indverskt viðskiptaþing sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík fyrir skömmu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði þingið. 

Þingið er samstarfsverkefni Indo-Icelandic Business Association (IIBA), Business Iceland og Icelandic India Trade Council. Um 40 aðilar frá Indlandi voru á þinginu frá ýmsum atvinnugreinum líkt og gull- og skartgripasmíði, textíl, ferðaþjónustu, fjártækni, lögfræði, heilbrigðissviði, orkumálum og menntamálum.

Erla Tinna Stefánsdóttir og Arna Arnardóttir. 

 302ED3A7-336C-48D3-A18B-6AAAE1C4AE9C

7AF21DF7-62C6-45B7-B4E8-6831A4CC76B4

207951D1-30AD-40DE-8B1E-D6E03525C79B