Fréttasafn



7. jún. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Fulltrúar SAMARK funda með norrænum systursamtökum

Fulltrúar Samtaka arkitektastofa, SAMARK, heimsóttu systursamtök félagsins í Helsinki dagana 3.-5. júní ásamt öðrum systursamtökum á Norðurlöndunum. Halldór Eiríksson, formaður SAMARK, Ástríður Birna Árnadóttir, stjórnarmaður, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, voru fulltrúar SAMARK á fundinum.

Fulltrúar allra norrænu samtakanna fóru yfir efnahagslega stöðu greinarinnar í hverju landi og greindu frá helstu áherslumálum. Þá var hlýtt á gestafyrirlesara sem ræddu annars vegar um þróun á viðskiptamódelum og hins vegar um gervigreind. Gervigreind var aðal viðfangsefni fundarins en ljóst er að hún mun hafa áhrif á starfsemi arkitekta á komandi árum. Þá voru opinber innkaup og höfundarréttur einnig á meðal málefna sem rædd voru á fundinum.

IMG_4450Halldór Eiríksson, formaður SAMARK, og Ástríður Birna Árnadóttir, stjórnarmaður SAMARK.

IMG_4503Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

IMG_4599Mikko Laukkanen, prófessor við Aalto háskólann í Finnlandi. 

IMG_4472Ástríður Birna Árnadóttir, stjórnarmaður SAMARK.