Fréttasafn28. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Fulltrúar SI á fundi Business Europe í Brussel

Fundur forystufólks í evrópsku atvinnulífi fór fram í síðustu viku í Brussel á vegum Evrópusamtaka atvinnulífsins, Business Europe. Fulltrúar SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sátu fundinn. Einnig sátu fundinn fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. 

Á fundinum var gefin út yfirlýsing þar sem kemur meðal annars fram að klára þurfi innleiðingu á evrópskum tilskipunum sem séu nauðsynlegar fyrir samkeppnishæfni og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þrjú forgangsmál eru þar útlistuð fyrir fyrri helming ársins 2024. Hér er hægt að lesa yfirlýsinguna.

Business Europe sendi einnig skilaboð til Evrópuþingsins 2024 í aðdraganda kosninga í Evrópu. Þar hvetja hagsmunasamtökin þingið til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að styrkja efnahag Evrópu sem dragist óðum aftur úr öðrum hagkerfum. Þar kemur meðal annars fram að bein erlend fjárfesting hafi dregist saman um tvo þriðju í ESB milli áranna 2019-2021 á meðan það hafi aukist um tvo þriðju í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfestingarverkefna á grænum svæðum í ESB hafi fallið um 15% á milli 2021 og 2022, samanborið við 18% aukningu í Bandaríkjunum. Brýnt sé að bregðast við minnkandi aðdráttarafli Evrópu fyrir fjárfestingar og setja þurfi samkeppnishæfni á oddinn. Íþyngjandi regluverk í Evrópu í sífellt sundurleitari heimi þar sem landfræðileg spenna ríkir vinni gegn samkeppnishæfni landa í Evrópu. Hér er hægt að lesa skilaboðin.

Norrænu fulltrúarnir funduðu sérstaklega þar sem horft var til verkefna Evrópusambandsins 2024, næstu forgangsmál og gott norrænt samstarf.

Nordic-President-Meeting-november-2023Norrænu fulltrúarnir. Sigurður Hannesson,framkvæmdastjóri SI, er lengst til hægri í neðstu röð og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, er þar fyrir ofan.

248A5058-2-2-2Í öftustu röð má sjá Árna Sigurjónsson, formann SI, og Eyjólf Árna Rafnsson, formann SA, á fundi með konungi Belgíu. 

November-2023