13. maí 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fulltrúar SI heimsækja framleiðslufyrirtæki á Norðurlandi

Fulltrúar SI ásamt fulltrúa Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, heimsóttu aðildarfyrirtæki SAFL í Eyjafirði og Skagafirði. Einnig heimsóttu fulltrúarnir nokkra frumframleiðendur í landbúnaði sem staðsettir eru á svæðinu, kynntu sér fjölbreytta starfsemi þeirra og ræddu áskoranir og tækifæri sem viðkomandi standa frammi fyrir. Fulltrúar SI sem voru á ferð um Norðurland eru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Sigurður Helgi Birgisson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, var einnig með í för. 

Í ferðinni var einnig skoðuð framleiðsla hjá Steinull á Sauðárkróki þar sem svörtum fjörusandi er umbreytt í steinull til húseinangrunar. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Reimar Marteinsson, fulltrúi rekstrarstjórnar KS, Magnús starfsmaður hjá Steinull, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigurður Helgi Birgisson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.