Fulltrúar SI í málstofum SA og ASÍ um vinnumansal
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands halda ráðstefnu um vinnumansal á Íslandi í Hörpu í dag kl. 10-16. Á ráðstefnunni eru tveir fulltrúar SI sem taka þátt í málstofum, það eru Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, sem er í málstofu með yfirskriftinni Hver má vinna á Íslandi? Kostir og gallar við núverandi löggjöf um atvinnuleyfi. Lilja verður þar í umræðum ásamt Bryndísi Axelsdóttur, lögfræðingi og deildarstjóra atvinnuréttinda erlendra starfsmanna, Halldóri Oddssyni, sviðsstjóra lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Málstofustjóri er María Guðjónsdóttir. Þá tekur Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, þátt í málstofu um ábyrgð fyrirtækja í virðiskeðjunni ásamt Andra Rey Haraldssyni, formanni Félags íslenskra rafvirkja, Gunnari S. Magnússyni, yfirmanni sjálfbærni og loftlagsmála hjá Deloitte á Íslandi. Málstofustjóri er Heiðrún Björk Gísladóttir.
Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar.
Hér er hægt að nálgast beint streymi frá ráðstefnunni:
https://vimeo.com/event/4604417/7311173cb3