Fulltrúar SI í viðskiptasendinefnd ríkisheimsóknar til Svíþjóðar
Fulltrúar SI voru meðal þátttakenda í viðskiptasendinefnd sem fylgdi forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í ríkisheimsókn til Svíþjóðar sem fór fram fyrir skömmu. Það voru þau Erla Tinna Stefánsdóttir og Gunnar Sigurðarson sem eru bæði viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI sem tóku þátt í dagskrá viðskiptasendinefndarinnar sem fór fram á Karolinska háskólasjúkrahússvæðinu.
Á myndinni hér fyrir ofan eru sænsku konungshjónin og íslensku forsetahjónin ásamt íslensku viðskiptasendinefndinni.
Á vefsíðu forseta Íslands er hægt að nálgast myndir frá ríkisheimsókninni.
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania, Erla Tinna Stefánsdóttir hjá SI og Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri NOX Medical.
Erla Tinna Stefánsdóttir og Gunnar Sigurðarson.
Hrönn Greipsdóttir hjá Nýsköpunarsjóðnum Kríu og Andri Guðmundsson hjá VAXA tóku þátt í umræðum um hvernig hægt er að víkka út starfsemi fyrirtækja og tryggja fjármagn frá fjárfestum.
Jóhann G. Jóhannsson hjá Alvotech tók þátt í umræðum um vísindi og læknisfræði í Hagastaden.
Arna Harðardóttir hjá Helix og Sæmundur Oddson hjá Sidekick Health tóku þátt í umræðum um framtíð heilbrigðiskerfis.
Freyr Friðfinnsson hjá KLAK og Hulda Hallgrímsdóttir hjá Nox Medical tóku þátt í umræðum um hvernig auka þurfi samkeppnishæfni til að laða að hæfileikafólk og fjárfestingar og hlúa að frumkvöðlaumhverfi.
Hluti af viðskiptasendinefndin ásamt utanríkisráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.