Fréttasafn



16. maí 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fulltrúar SI í viðskiptasendinefnd ríkisheimsóknar til Svíþjóðar

Fulltrúar SI voru meðal þátttakenda í viðskiptasendinefnd sem fylgdi forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í ríkisheimsókn til Svíþjóðar sem fór fram fyrir skömmu. Það voru þau Erla Tinna Stefánsdóttir og Gunnar Sigurðarson sem eru bæði viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI sem tóku þátt í dagskrá viðskiptasendinefndarinnar sem fór fram á Karolinska háskólasjúkrahússvæðinu. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru sænsku konungshjónin og íslensku forsetahjónin ásamt íslensku  viðskiptasendinefndinni. 

Á vefsíðu forseta Íslands er hægt að nálgast myndir frá ríkisheimsókninni.

IMG_1257Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania, Erla Tinna Stefánsdóttir hjá SI og Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri NOX Medical.

IMG_1738Erla Tinna Stefánsdóttir og Gunnar Sigurðarson.

IMG_1711Hrönn Greipsdóttir hjá Nýsköpunarsjóðnum Kríu og Andri Guðmundsson hjá VAXA tóku þátt í umræðum um hvernig hægt er að víkka út starfsemi fyrirtækja og tryggja fjármagn frá fjárfestum. 

IMG_1687Jóhann G. Jóhannsson hjá Alvotech tók þátt í umræðum um vísindi og læknisfræði í Hagastaden.

IMG_1709Arna Harðardóttir hjá Helix og Sæmundur Oddson hjá Sidekick Health tóku þátt í umræðum um framtíð heilbrigðiskerfis. 

IMG_1713Freyr Friðfinnsson hjá KLAK og Hulda Hallgrímsdóttir hjá Nox Medical tóku þátt í umræðum um hvernig auka þurfi samkeppnishæfni til að laða að hæfileikafólk og fjárfestingar og hlúa að frumkvöðlaumhverfi. 

152e0dd9017a202db65455897777d85a-002-Hluti af viðskiptasendinefndin ásamt utanríkisráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.