Fréttasafn2. jún. 2023 Almennar fréttir

Fulltrúar SI og SA á fundum Business Europe í Madrid

Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sátu fundi Business Europe sem fóru fram í Madrid. Meðal annars sátu þeir fund með Felipe VI konungi Spánar fyrr í dag.

Í Madrid komu saman fulltrúar 40 aðildarsamtaka Business Europe í boði spænsku atvinnurekendasamtakanna CEOE. Tilgangurinn var að kynna áherslur Business Europe fyrir forystufólki Evrópusambandsins en Spánverjar eru að taka við formennsku í ráði Evrópusambandsins. Meðal annars kom fram á fundunum að það þurfi samkeppnishæf fyrirtæki til að styrkja alþjóðlega stöðu Evrópu, tryggja góð lífskjör og standast græn og stafræn umskipti sem þegar eru hafin. Áhersla var lögð á að haldið verði áfram vinnu við evrópska samkeppnishæfnistefnu en slík vinna hófst fyrr á þessu ári. Hvatt var til þess að dregið verði úr reglubyrði fyrirtækja, dýpka samþættingu innri markaðarins og tryggja orkuframboð á samkeppnishæfu verði. 

Mynd_3Fundur með Felipe VI konungi Spánar.

Spanarkonungur-2023Konungur Spánar og formaður SI.

Mynd_1Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Mynd_4Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Árni Sigurjónsson, formaður SI. 

Mynd_2_1685704340835Fulltrúar allra aðildarsamtaka Business Europe.