Fréttasafn31. jan. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Fulltrúar SI taka þátt í ráðstefnu um innviðafjárfestingar

Fjárfesting í þágu þjóðar er yfirskrift ráðstefnu um innviðafjárfestingar með áherslu á samgönguinnviði sem fram fer á fimmtudaginn 2. febrúar á Grand Hótel Reykjavík kl. 8-16. Að ráðstefnunni standa Landssamtök lífeyrissjóða og innviðaráðuneytið 

Tveir fulltrúar SI taka þátt í ráðstefnunni. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, flytur erindi sem nefnist Sýn verktakamarkaðarins á samvinnuverkefni og innviðafjárfestingar. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, situr í pallborði ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, Friðriki Árna Friðrikssyni Hirst, Jónínu Brynjólfsdóttur og Vilhjálmi Egilssyni. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.