Fréttasafn12. mar. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Fulltrúar SI viðstaddir opnunarhátíð Food and Fun

Fulltrúum SI var boðið að vera við opnunarhátíð Food and Fun í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi miðvikudaginn 6. mars þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar skólans buðu upp á léttar veitingar.

Það voru Hulda Birna Kjærnested, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, og Sigurður Helgi Birigsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, sem voru viðstödd og kynntu sér nám skólans. Food and Fun hátíðin var haldin í 21. skiptið og voru um 20. veitingastaðir sem tóku þátt í henni.

IMG_4434Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir kynnti sér það sem framreiðslu- og matreiðslunemar buðu upp á.

Sigurður Helgi Birigsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, Haraldur Sæmundsson, framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í MK, og Hulda Birna Kjærnested, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.