Fréttasafn



12. mar. 2024 Almennar fréttir Menntun

Fulltrúi SI með erindi um menntamál á landsþingi LÍS

Fulltrúi SI, Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá  SI, flutti erindi á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS, sem var haldið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars. Aðrir sem fluttu erindi voru Einar Hreinsson, konrektor MR og fyrrverandi forstöðumaður kennslusviðs HR, Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi gæðastjóri HS, og Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís. Yfirskrift þingsins var ,,Tilgangur háskólamenntunar” og að erindum loknum var boðið upp á fjórar vinnustofur þar sem erindin voru rædd sem leiðarljós inn í áframhaldandi aðkomu stúdenta að þessum málum.

LÍS eru regnhlífarsamtök en aðildarfélög þeirra eru stúdentafélög allra háskóla á Íslandi sem og SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis. Landsþing LÍS er árlegur hluti af starfsemi samtakanna og koma þar saman fulltrúar allra aðildarfélaga LÍS og vinna að stefnumótun, ákvarðanatöku og hefðbundnum fundarhöldum.

FundurHulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.

IMG_4474