Fréttasafn20. júl. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fullveldiskaka LABAK komin í sölu víða um land

Fullveldiskaka Landssambands bakarameistara, LABAK, er nú komin í sölu í bakaríum félagsmanna víða um land. Á hátíðarsamkomu sem haldin var í gær á Hrafnistu fyrir Íslendinga fædda 1918 og fyrr var boðið upp á kökuna í fyrsta sinn. Það var landslið bakara sem hannaði kökuna í samvinnu við stjórn LABAK. Fullveldiskakan byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918 en um er að ræða lagköku með rabarbarasultu á milli laga sem er færð í hátíðarbúning með því að bæta við rjóma á milli tveggja efstu laganna og ofan á henni er hvítt súkkulaði. Fullveldiskakan verður til sölu fram yfir hápunkt afmælisársins á fullveldisdaginn 1. desember.

Á mbl.is er umfjöllun um hátíðarsamkomuna á Hrafnistu.

Fullveldiskaka-19-juni-2018

Fullveldiskaka-plakat-2018_1531309403455