Fréttasafn29. mar. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Fundað um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Íbúðalánasjóður og Byggingavettvangur standa fyrir málþingi um hagkvæmni í íbúðabyggingum á morgun fimmtudag 30. mars kl. 13-15.30 í fundarsal Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21. Málþingsstjóri er Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.

Dagskrá

  • Krafa um hagkvæmni við úthlutun stofnframlaga - Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs 
  • Lóðarframboð og lóðarverð - Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Byggingakostnaður - Guðmundur Sigurfinnsson, hagfræðingur fjárstýringar
  • Færanleg snjallhús til að leysa bráðavanda í Stokkhólmi - Claes Eliasson, Junior Living
  • Bygging hagkvæmra íbúða

·  IKEA -  Hagkvæmar íbúðir í Urriðaholti – Þórarinn Ævarsson
· Loftorka - forsteyptar einingarlausnir - Andrés Konráðsson
· ecoAtlas – snjallhús – Óskar F Jónsson
· Fibra-hús - trefjaeiningar – Regin Grímsson
· Modulus – forsmíðaðar einingar – Berta Gunnarsdóttir og Jakob Helgi Bjarnason
· Hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina – steinullareiningar og límtré.
 Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir
· Staðsteyptar lausnir – ÞG verktakar – Þorvaldur Gissurarsson

  • Lokaorð - Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnisstjóri Byggingarvettvangs