Fréttasafn



18. sep. 2017 Almennar fréttir

Fundaröð SA um atvinnulífið 2018 byrjar í Vestmannaeyjum

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda í september og október víða um landið með yfirskriftinni Atvinnulífið 2018 og verður fyrsti fundurinn í Vestmannaeyjum á morgun þriðjudaginn 19. september. Á fundunum munu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði. Þá verður einnig fjallað um á hverju framtíðar hagvöxtur Íslands mun byggja. Að loknum erindum fara fram umræður og fyrirspurnir. Boðið verður upp á kaffi og með því. 

Allir eru velkomnir á fundina en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. 

Fundir SA verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vestmannaeyjum þriðjudaginn 19. september kl. 12.00-13.30
  • Akureyri miðvikudaginn 20. september kl. 8.30-10.00
  • Sauðárkrók miðvikudaginn 20. september kl. 16.30-18.00
  • Neskaupstað þriðjudaginn 3. október kl. 12.00-13.30
  • Höfn mánudaginn 10. október kl. 12.00-13.30
  • Stykkishólmi þriðjudaginn 17. október kl. 17.00-18.30
  • Reykjanesbæ miðvikudaginn 18. október kl. 12.00-13.30
  • Reykjavík fimmtudaginn 19. október kl. 8.30-10.00
  • Ísafirði þriðjudaginn 24. október kl. 12-13.30