Fréttasafn



11. sep. 2018 Almennar fréttir

Fundaröð um stöðu og horfur á vinnumarkaði

Í tengslum við komandi kjarasamninga standa Samtök atvinnulífsins fyrir fundaröð um landið á næstu vikum þar sem Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin. Tölum saman er yfirskrift fundanna en fundaröðinni lýkur í Reykjavík 1. nóvember. 

Fundaröðin hefst á Ísafirði á morgun miðvikudaginn 12. september kl. 12 í Stjórnsýsluhúsinu á 4. hæð. Síðar sama dag verður boðið til opins fundar í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 16.30-18. Boðið verður upp á létta hressingu. Á vef SA er hægt að sjá hvar fundirnir verða haldnir og skrá þátttöku. 

Á myndinni eru Eyjólfur Árni Rafnsson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir.