Fundur FSRE um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, FSRE, stendur fyrir kynningarfundi um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs föstudaginn 20. október kl 10.00-11.30 á Hótel Nordica. Verktakar, hönnuðir og framkvæmdaaðilar hins opinbera eru sérstaklega boðin velkomin á fundinn. FSRE stefnir á innleiðingu kerfisbundins frágangs í verkefnum sínum.
Aðferðarfræði kerfisbundins frágangs (systematisk ferdigstillelse) hefur verið innleidd í Noregi til að koma í veg fyrir galla og misræmi í verkefnum. Í því felst að fylgja ákveðnum kerfisbundnum ferlum í hönnun, framkvæmd, við afhendingu og á reynslutíma, þar til ábyrgðartíma lýkur.
Mikilvægt er að allir þátttakendur í verkefnum tileinki sér aðferðafræðina til að lyfta þessum mikilvæga hluta verkefna á hærra plan en nú er.
Dagskrá:
- Forstjóri FSRE – Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE
- Vandamálin sem Kristján Haukur Flosason, Iðnaðartækni stendur frammi
- Kerfisbundinn frágangur – Gunnlaugur Vignir Traustason, HENT
- Kaffihlé
- Dæmi um KF í Noregi – GunnlaugurVignir Traustason, HENT Noreg
- Umræður
Allir verktakar, hönnuðir og framkvæmdafólk hjá hinu opinbera eru hvött til að mæta á fundinn, en einnig verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfund.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.