Fréttasafn14. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur HMS um grænt stökk í mannvirkjagerð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, stendur fyrir fundi fyrir verktaka, fasteignaþróunarfélög, verkfræðistofur, arkitektastofur, sveitarfélög og háskóla með yfirskriftinni Grænt stökk í mannvirkjagerð 27. apríl kl. 13.00-16.20 í Háteig á Grand Hótel Sigtúni. Á fundinum verður kynnt vegferð norrænna og íslenskra stjórnvalda og þau nýju tækifæri og framfarir sem sem felast í grænum umbreytingum í framkvæmd mannvirkjamála.

Anders Lendager verður lykilfyrirlesari, en hann er danskur arkitekt sem hefur tekið málefnið í sínar hendur og sýnt fram á að það er hægt að taka grænt stökk í mannvirkjagerð. Hann mun halda leiðandi erindi þar sem hann kynnir hugmyndafræðina, nýtt sjónarhorn og ný atvinnutækifæri sem felast í breytingunum. Á vef HMS segir að þetta sé tímamótaviðburður sem enginn í bransanum megi láta framhjá sér fara. 

Nánari upplýsingar á vef HMS.