Fréttasafn17. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki Nýsköpun

Fundur HMS um nýsköpun í mannvirkjagerð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur fyrir fundi í Nýsköpunarvikunni um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði fimmtudaginn 25. maí kl. 9-12.30 í húsnæði HMS í Borgartúni 21. Fyrri hluti fundarins er með áherslu á nýsköpun í byggingarefnum hjá styrkhöfum Asks - mannvirkjarannsóknasjóðs og seinni hluti er í samstarfi við Verkís með áherslu á umhverfisvænar lausnir á heilsutengdum húsnæðisvanda.

Dagskrá

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður - nýsköpun í byggingarefnum
  • Ávarp fundarstjóra Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, frkv.stj. mannvirkja og sjálfbærni HMS
  • Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð Anna Kristín Karlsdóttir, arkitekt Biobuilding
  • Hámörkun steinefna sem íblöndunraefni í vistvænni steypu Ólafur Wallevik, prófessor í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík
  • Bláþráður – Umhverfisvæn styrking í steinsteypu Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík
  • Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum Jón Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkfræðiþjónustunni ehf. / f.h. rannsóknarverkefnis við Háskólann í Reykavík
Umhverfisvænar lausnir á heilsutengdum húsnæðisvanda
  • Rakaskemmdir og slagregn Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni
  • Hrollkaldur sannleikur úr íslenskum veruleika (Kuldabrýr og loftræsing í eldra húsnæði) Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði / lagnahönnuður hjá Verkís
  • Samtal um regluverkið Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS og Ágúst Pálsson
  • Lausnir fyrir framtíðina Ragnar Ómarsson og Indriði Níelsson verkfræðingar hjá Verkís
  • Þjónusta Tækniseturs og áskoranir opinberra byggingarannsókna Páll Árnason, verkfræðingur hjá Tæknisetri

Létt hádegishressing og samtal

Nánar á vef HMS.