Fréttasafn



13. feb. 2018 Almennar fréttir Menntun

Fundur í HÍ um náms- og starfsfræðslu

Leiðin langa á vinnumarkað, vegvísar og vörður á menntavegi, er yfirskrift fundar sem Félags- og mannvísindadeild HÍ stendur fyrir fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi kl. 14-16 í Lögbergi 101.

Dagskrá

  • Margbreytileiki í brotthvarfsnemenda. Hefði náms- og starfsráðgjöf hjálpað? Kristjana Stella Blöndal, dósent.
  • Þróun náms- og starfsfræðslu hér á landi og þörfin á að hugsa þennan námsþátt upp á nýtt. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor. 
  • Skólakerfið 2.0. Davíð Þorláksson, Samtök atvinnulífsins.
  • Svona gerum við! Náms- og starfsfræðsla í Noregi. Inga H. Andreassen, dósent.


Að framsöguerindum loknum er efnt til pallborðsumræðna þar sem þátttakendur eru: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Samtökum iðnaðarins, Svandís Ingimundardóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Davíð Snær Jónsson, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Anna María Gunnarsdóttir, Kennarasamband Íslands, Magnús Þorkelsson, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, og Eyrún Björk Valsdóttir, ASÍ.


Auglysing-HI