Fréttasafn



2. maí 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Fundur með sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun Evrópu

Í tengslum við Loftslagsdaginn 2023 stendur Umhverfisstofnun í samstarfi við Festu fyrir fundi með Daniel Montalvo föstudaginn 5. maí 2023 kl. 9.00-10.30 á Hilton Hótel, Salur D. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Yfirskrift fundarins er Aftenging hagvaxtar og umhverfisáhrifa - Masterclass með Daniel Montalvo. 

Daniel er stjórnandi sjálfbærrar auðlindanýtingar og iðnaðar hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Hann hefur unnið hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis. Í erindinu mun Daniel tengja við alþjóðlega stefnumótun og skuldbindingar og fara yfir fjölmörg dæmi þar sem aftenging hefur tekist. Í lokin gefst tækifæri fyrir spurningar og samtal.