Fréttasafn



3. okt. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Fundur norrænna lögfræðinga systursamtaka SI

Norrænn fundur lögfræðinga systursamtaka SI fór fram dagana 11.-13. september í Kaupmannahöfn og var í umsjón Dansk Industri. Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, ásamt lögfræðingum SA sóttu fundinn. Rætt var um hagsmunagæslu gagnvart Evrópusambandinu, forgangsröðun mála og þá sérstaklega þýðingu niðurstöðu kosninga Evrópuþingsins á framvindu mála ásamt samnorrænni nálgun í lykilmálum gagnavart nýrri framkvæmdastjórn ESB. 

Sérstakur gestur fundarins var Pedro Oliveira, framkvæmdastjóri lögfræðideildar Business Europe. Boðið var upp á vinnustofur um sértæk málefni svo sem opinber innkaup, samkeppnisrétt, persónuverndarlöggjöf, þróun evrópskrar löggjafar um gervigreind, samningarétt o.fl. 

Fundurinn er liður í að styrkja tengslanets lögfræðinga systursamtakanna á Norðurlöndunum þar sem umræður og markmiðasetning um sameiginleg álitamál er í forgrunni. 

Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, er lengst til vinstri í þriðju röð neðan frá.