Fundur SSP með Frumtaki Ventures og Íslandsstofu
Samtök sprotafyrirtækja standa fyrir fundi í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 17. október kl. 16.30-17.30 þar sem fjallað verður um mikilvægar leiðir til fjármögnunar og stuðnings við sprotafyrirtæki. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins.
Dagskrá
- Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri hjá Frumtaki Ventures, fjallar um fjármögnun sprotafyrirtækja.
- Bryndís Alexandersdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu, kynnir stuðning Íslandsstofu við íslenska sprotaumhverfið og SLUSH í Helsinki.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.