Fréttasafn9. jan. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Fundur SSP um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, fer fram fimmtudaginn næstkomandi 12. janúar kl. 14.30-16.30 í Innovation House á Eiðistorgi. Hefðbundin aðalfundardagskrá sem er eingöngu fyrir félagsmenn fer fram 14.30-15.15. Að þeim loknum hefst opin dagskrá þar sem Erlendur Steinn Guðnason, formaður SSP, segir frá starfsemi SSP og Stefán Þór Helgason, hjá KPMG, segir frá úttekt sem gerð hefur verið á fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja og fer yfir þær tillögur sem settara hafa verið fram til úrbóta. Þá ætlar Jónas Páll Jakobsson, hjá Arion banka, að segja frá samstarfi Arion banka við European Investment Fund (EIF) en Arion banki hefur undirritað svonefndan InnovFin ábyrgðasamning við EIF sem miðar að hagstæðum lánveitingum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem hyggjast innleiða nýjungar í starfsemi sinni.

Þeir sem vilja gerast aðilar að SSP geta skráð sig fyrir fundinn hér