Fréttasafn



3. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Fundur um arkitektúr og menntamál

Samtök arkitektastofa, SAMARK, standa fyrir fundi um arkitektúr og menntamál þriðjudaginn 8. maí kl. 8.30-10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. 

Á fundinum verður rætt um arkitektúr og menntamál hér á landi. Meðal annars verður farið yfir afdrif nemenda eftir útskrift úr BA námi í Listaháskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands, aðdragandann að stofnun námsbrautarinnar í LBHÍ, fyrirhugað meistaranám í LHÍ sem verið er að undirbúa auk þess sem farið verður almennt yfir stöðu og umsvif greinarinnar í heild sinni.

Dagskrá

  • Ávarp fundarstjóra – Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK
  • Að nema arkitektúr við Listaháskólann – Sigrún Birgisdóttir, deildarstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
  • Höfum við gengið til góðs? – Helena Guttormsdóttir, lektor/námsbrautarstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Staða greinarinnar – Vilhjálmur Hilmarsson, sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðarins 
  • Umræður og fyrirspurnir

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.