Fréttasafn



28. apr. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Fundur um breytt regluverk um steypu

Innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, standa fyrir fundi mánudaginn 2. maí á Nauthól kl. 11-12 þar sem kynntar verða tillögur að breytingum á steypukafla byggingarreglugerðar, sem sérstakur faghópur hefur unnið í samstarfi við HMS og fjölda hagaðila innan byggingariðnaðarins. Yfirskrift fundarins er Straumhvörf með breyttu regluverki um steypu.

Helstu breytingar felast í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem munu opna fyrir grænar lausnir og minni losun gróðurhúsalofttegunda, en með óbreyttri áherslu á öryggi og gæði. Þannig skapa breytingarnar m.a. hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Einnig koma breytingarnar til móts við hækkandi heimsmarkaðsverð á sementi og stuðla því að lægra byggingarverði. Fundarstjóri er Herdís Hallmarsdóttir, lögfræðingur hjá HMS.

Dagskrá

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra - Ávarp
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri nýsköpunar hjá HMS - Mikilvæg skref í átt að vistvænni mannvirkjagerð
  • Guðbjartur Jón Einarsson, deildarstjóri viðhalds- og aðstöðuþjónustu hjá Framkvæmdasýslu Ríkiseignum - Tillögur faghóps um breytingar á steypukaflanum
  • Pallborðsumræður - Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá s. ap arkitektum, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins

Skráning fer fram hér.