5. feb. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, boða til opins fundar um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja í framhaldi af aðalfundi samtakanna miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16.30-18.00. Fundurinn er haldinn í Innovation House Reykjavík á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. 

Dagskrá fundarins


1. Stefán Björnsson hjá Solid Clouds talar um reynslu Solid Clouds af nýtingu á skattafslættinum

2. Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Klöppum talar um reynslu af fjármögnun og skráningu Klappa á First North

3. Haukur Guðjónsson hjá Viking Entrepreneur talar um Samtök englafjárfesta og fjárfestingu íslenskra engla.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.