Fréttasafn21. feb. 2018 Almennar fréttir

Fundur um forvarnir gegn stjórnendasvikum

Stjórnendasvik (e. CEO-fraud) hafa upp á síðkastið orðið æ algengari en þau felast í að fjársvikamenn villa á sér heimildir sem stjórnendur fyrirtækja og senda trúverðug fyrirmæli á starfsmenn þeirra um að millifæra fé með hraði. Íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á stjórnendasvikum í síauknum mæli á undanförnum árum. Þeirri gerð tölvuglæpa er ekki unnt að verjast með tæknilausnum, heldur þarf forvarnir og árverkni til. Af því tilefni efna Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) til morgunfundar um forvarnir gegn stjórnendasvindli og tölvuglæpum, föstudaginn 23. febrúar, á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10.00.

Bein útsending verður frá fundinum á Facebook.

Nánari upplýsingar og skráning á vef SA