Fundur um fræðsluþarfir í iðngreinum í Hofi á Akureyri
Fundur Iðunnar, SI og félagsfólks FMA, Byggiðn og FIT á Norðurlandi um fræðsluþarfir í iðngreinum fer fram í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17-19. Markmiðið er að ræða hvernig fræðsla og símenntun geti stutt við daglegt starf, nýsköpun, tækni og gæðakröfur í iðnaði á svæðinu. Hvar er þörf fyrir aukna þjálfun? Hvaða hæfni er mikilvægt að efla? Og hvernig getum við tryggt að framboð fræðslu þróist í takt við þarfir atvinnulífsins?
Dagskrá
- Jóhann Rúnar, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri – opnar viðburðinn
- Benedikt Barðason, skólastjóri VMA
- Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastýra Iðunnar – starfsemi og framtíðarsýn
- Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina
- Óskar Grétarsson, leiðtogi málm- og véltæknigreina
- Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina
- Adam Snær Atlason – reynslusaga úr starfi
- Fundarstjóri er: Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta og mannauðsmálum hjá SI, stjórnarformaður Iðunnar fræðsluseturs
- Kaffistofuspjall: Samtöl um fræðslu, iðngreinar og framtíðina. Léttar veitingar.
Allir sem mæta geta skráð sig í útdrátt um námskeið hjá Iðunni fræðslusetri.


