Fundur um framtíð fjarskipta í beinni útsendingu
Ský stendur fyrir hádegisfundi í beinni útsendingu miðvikudaginn 8. desember kl. 12.00-13.30 um framtíð fjarskipta á Íslandi. Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Dagskrá
11:55 Útsending hefst
12:00 Framsaga Fjarskiptafyrirtæki Íslands eru að selja óvirka og/eða virka fjarskiptainnviði sína. Þessir innviðir eru grundvöllur allra fjarskipta og afar mikilvægt er að tryggð verði áframhaldandi góð virkni og uppbygging. Farið verður yfir málefnið frá sjónarhóli þeirra sem allt veltur á að fjarskipti virki fyrir öryggi almennings. Magnús Hauksson, rekstrastjóri Neyðarlínu og fjarskiptaverkfræðingur
12:20 Sala óvirkra innviða Sýnar Seljandi lýsir frá högum sölunnar og sinni sýn á verkefnið til framtíðar. Hvernig verður með framtíðar uppbyggingu fjarskiptakerfa? Samkeppnishæfni fyrirtækja og arðsemi. Hver er stefnan? Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar
12:40 Sýn stjórnmálamanns um innviði, sölu þeirra og öryggi. Er lagaumgjörð á Íslandi nægilega sterk? Sýn stjórnmálamanns á sölu innviða og hvernig framtíð fjarskipta er fyrir komið hjá erlendum eigendum. Er lagaumgjörð nógu sterk á íslandi? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar
13:00 Spurningar og umræður
13:30 Fundarslit
Hér er hægt að skrá sig.