Fréttasafn



5. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um fyrstu skref að betri byggingamarkaði

Byggingavettvangurinn sem Samtök iðnaðarins eiga aðild að boðar til fundar á Grand Hótel mánudaginn 11. nóvember kl. 8.30-10.00. Kynntar verða fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks.

Dagskrá

  • Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs

Fundarstjóri er Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins.

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Óskað er eftir skráningu á fundinn.

Hér er hægt að skrá sig. 

Auglysing_2019