Fréttasafn28. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um grænt stökk í mannvirkjagerð

Á fundi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fór fram í gær í Háteig á Grand Hótel Reykjavík var kynnt vegferð norrænna og íslenskra stjórnvalda og þau nýju tækifæri og framfarir sem sem felast í grænum umbreytingum í framkvæmd mannvirkjamála. Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, flutti opnunarávarp. Anders Lendager var lykilfyrirlesari en hann er danskur arkitekt sem hefur tekið málefnið í sínar hendur og sýnt fram á að það er hægt að taka grænt stökk í mannvirkjagerð. Hann hélt erindi þar sem hann kynnti hugmyndafræðina, nýtt sjónarhorn og ný atvinnutækifæri sem felast í breytingunum. Í lok dagskrár fór fram samtal á milli Anders og Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI. Fundarstjóri var Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Hér er hægt að nálgast upptöku frá fundinum: 

https://www.youtube.com/watch?v=N1UdKISzdOs

Dagskrá

13:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Ávarp

13:10 Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group The invention of the (un)natural system

13:50 Helle Redder Momsen, verkefnastjóri Nordic Sustanable Construction Nordic Sustainable Construction: Norræna vegferðin í vistvænni mannvirkjagerð

14:05 Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS Byggjum grænni framtíð: Íslenska vegferðin í vistvænni mannvirkjagerð

14:20 Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni Byggðar Hvernig byggir Grænni byggð grænni framtíð?

14:50 Jukka Heinonen, prófessor í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands Borgarsamfélagið og þétting byggðar. Hringrásarhagkerfið.

15:05 Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi Lendager á Íslandi Arkitektúr og mannvirkjagerð með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.

15:20 Katarzyna Jagodzińska, verkefnastjóri hjá Grænni byggð Hringrás í mannvirkjagerð: Getum við haldið áfram að byggja á sama hátt og áður?

15:35 Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála hjá Hornsteini Loftslagsmarkmið, vistvæn steypa og byggingariðnaður.

15:50 Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs Askur styður við stökkið.

16:00-16:20 Anders Lendager arkitekt og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Samtal um grænt stökk í mannvirkjagerð, vegferðina, tækifærin, áskoranirnar og nýja nálgun.

Myndir: Birgir Breiðfjörð.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Anders Lendager, arkitekt.

Graent-stokk-5Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Graent-stokk-3Anders Lendager, arkitekt.

Fundur-27-04-2023_2Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Graent-stokk-4

Graent-stokk-7

Graent-stokk-6-002-