Fréttasafn



1. nóv. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Fundur um íbúðamarkaðinn haldinn á Sauðárkróki

Góð mæting var á fyrsta fund Byggðastofnunar, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Samtaka iðnaðarins og Lóu nýsköpunarstyrkur stóðu saman að á Kaffi Krók á Sauðárkróki um stöðuna á íbúðamarkaði og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðum. Stefnt er að því að halda 8 slíka fundi víða um landið.

Á fundinum var fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðauppbyggingu. Fulltrúar allra þeirra sem stóðu að fundinum héldu stutt erindi.

Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, kynnti Samtök iðnaðarins og mikilvægi iðnaðar. Einnig fjallaði Friðrik um hvað ríki og sveitafélög geti gert til að bæta starfsumhverfi tengt íbúðaruppbyggingu. Auk þess fór hann inn á hvað byggingarverktakar sjálfir geta gert til að hagræða og hvað helst er kvartað yfir og hælt í samskiptum við embætti sveitarfélaga. Í lok erindisins fór Friðrik yfir hvaða þættir það væru sem verktakar og embættismenn gætu unnið saman að til að bæta starfsumhverfi í mannvirkjagerð.

1

3