Fundur um íslensk matvæli og hagsmuni
Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Bændasamtök Íslands, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli og Samtök afurðastöðva í mjólkurframleiðslu efna til fundar á Hótel Hilton Nordica í dag kl 13 til 15. Yfirskrift fundarins er Íslensk matvæli: Einkamál fárra eða hagsmunir allra? Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar.
Á vef Vísis er hægt að nálgast beint streymi.