Fréttasafn



10. maí 2016 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um íslenskan afþreyingariðnað í erlendri samkeppni

Mikill vöxtur í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði hér á landi

Samtök iðnaðarins, Félag rétthafa í sjónvarps- og kynningariðnaði (FRÍSK) og Samtök verslunar og þjónustu standa að morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, á morgun miðvikudaginn 11. maí kl. 8.30-9.50. Á fundinum verður fjallað um íslenskan afþreyingariðnað í erlendri samkeppni. Fjöldi ársverka í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði hér á landi er um 1.300 talsins. Heildarvelta framleiðslu og dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis ásamt kvikmyndasýningum, dagskrárgerð og útsendingum sjónvarps og útvarps var 34,5 milljarðar króna árið 2014 og hefur veltan aukist um rúm 37% frá árinu 2009. Um 37% landsmanna stunda ólöglegt streymi og niðurhal og er  tap innlendra aðila vegna þessa 1,1 milljarður króna á ári. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu um umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi sem Capacent setti saman fyrir FRÍSK og kynnt verður á fundinum.

Dagskrá fundarins:

  • Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK
  • Stærð íslenska markaðarins – Eru erlendir aðilar að taka bita af kökunni?
    Ágúst Ólafur Ágústsson
    , aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ, fjallar um nýlega Capacent skýrslu og lykiltölur markaðarins.
  • Hvernig bregðast íslenskir fjölmiðlar/efnisveitur við samkeppninni
    Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla og markaðar hjá Símanum
  • Hver á stefna hins opinbera að vera?
    Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna
  • Menningarleg samkeppni: réttar leiðir og rangar
    Helgi Hrafn Gunnarsson
    , þingmaður Pírata

SKRÁNING