Fréttasafn20. okt. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Fundur um kapphlaup að kolefnishlutleysi

Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við Bresk-íslenska viðskiptaráðið, Reykjavíkurborg, Grænvang, Samtök iðnaðarins og Festu til fundar með yfirskriftinni Kapphlaup að kolefnishlutleysi á morgun fimmtudaginn 21. október kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Kapphlaup að kolefnishlutleysi eða Race to Zero er alþjóðlegt átak. Markmið þess er að styðja fyrirtæki, borgir, fjárfesta og aðra til þess að tryggja sjálfbæra framtíð til að ná fram samræmdum markmiðum um kolefnishlutleysi.

Á fundinum 21. október verður boðið upp á ólík erindi sem snúa að því hvernig fyrirtæki geta auðveldlega unnið að því að ná fram kolefnishlutleysi í rekstri. Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

Dagskrá

  • Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs
  • Catherine Westoby, Engagement leads, BEIS
  • Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu
  • Carolina Passos, Head of Design Management MACE Group
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur VSÓ
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Móttaka í boði breska sendiráðsins að lokinni dagskrá.

Skráning.

Streymi frá fundinum

Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá fundinum á Vísi.

Kapphlaup_Aformat_v8