Fréttasafn



20. jan. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Fundur um ljósvist

Samtök iðnaðarins boða til fundar um drög að breytingum á byggingarreglugerð sem varða ljósvist og útsýni. Fundurinn fer fram 23. janúar kl. 14 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.  

Dagskrá

  • Ásta Logadóttir Ph.D., lýsingarsérfræðingur hjá Lotu og fulltrúi í samráðshóp sem vann tillögur að umræddum breytingum, kynnir framlögð drög að breytingum á byggingarreglugerð.
  • Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður hjá Landslögum, fer yfir möguleg áhrif af gildistöku draganna verði þau samþykkt óbreytt.
  • Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, fer yfir samspil draganna við skipulagsferli.

Drögin fóru í samráðsferli í október sl. en málið hlaut ekki afgreiðslu þáverandi innviðaráðherra. Það liggur ekki fyrir hvað nýr ráðherra ætlar sér að gera í málinu en ljóst er að málið verður tekið upp að nýju.

Álitamál hafa vaknað í tengslum við fyrirhugaðar breytingar sem samtökin telja mikilvægt að taka til skoðunar og hvetja því félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og sömuleiðis til að senda okkur ábendingar og athugasemdir við drögin, sem finna má  hér.  

Sætaframboð er takmarkað og því nauðsynlegt að skrá sig hér.