Fundur um menntamál í iðnaði
Framleiðsluráð SI stendur fyrir fundi um menntamál í iðnaði, mánudaginn 14. janúar kl. 11.30-13.00 í fundarsalnum Hyl í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
Markmiðið með fundinum er að sýna fram á mikilvægi þess að starfsmenn fái góða þjálfun til þeirra verka sem þeim er ætlað að sinna og miðla reynslu þeirra fyrirtækja sem standa vel að slíkum málum. Á fundinum verður farið yfir menntastefnu Samtaka iðnaðarins, símenntun í iðnaði og raunfærnimat, ásamt vel heppnuðum menntaverkefnum hjá fyrirtækjum innan raða SI.
Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI.
Dagskrá
- Menntastefna Samtaka iðnaðarins – Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA.
- Reynslusögur frá félagsmönnum – Snorri Jónsson, Dominos, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet, Hekla Gunnarsdóttir, Norðurál, Rut Jónsdóttir og Einar Skaftason, Hampiðjan.
- Umræður
Boðið verður upp á hádegishressingu.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.