Fréttasafn



15. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um nýja byggingargátt Mannvirkjastofnunar

IÐAN fræðslusetur og Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins boða til þriðja fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem fjallað verður um nýja byggingargátt Mannvirkjastofnunar, tilgang hennar og reynslu af notkun.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar nk. kl. 8.30–10.00 í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Markmið fundaraðarinnar er að efla og bæta umfjöllun og fræðslu um gæðamál í bygginga- og mannvirkjagerð.

Fundarstjóri er Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar.

Dagskrá

Sveinn Pálsson, Mannvirkjastofnun

Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ

Grétar I. Guðlaugsson, verkefna-/byggingastjóri hjá ÍAV

Boðið verður upp á veitingar frá kl. 8.15. Allir eru velkomnir en óskað er eftir skráningu.