Fundur um nýjar kröfur í flokkun byggingarúrgangs
Samtök iðnaðarins og Mannvirki – félag verktaka efna til fræðslufundar um flokkun byggingarúrgangs en 1. janúar næstkomandi taka gildi nýjar kröfur um flokkun byggingarúrgangs sem byggjast á lögum um meðhöndlun úrgangs. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 3. nóvember kl. 9.00-10.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl. Boðið er upp á veitingar frá kl. 8.30. Hér er hægt að skrá sig á fundinn
Fundarstjóri er Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Dagskrá
-
Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð: Aðgerðir til eflingar hringrásarhagkerfisins – Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Mannvirkis og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Sjö flokkar úrgangs – Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf
- Áskoranir verktaka við flokkun – Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverks
- Jarðefnagarður í Álfsnesi og hringrásarhagkerfið – Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini