Fréttasafn22. ágú. 2018 Almennar fréttir Framleiðsla

Fundur um nýtt loftslagsverkefni SI og Festu

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um nýtt verkefni um loftslagsmál framleiðslufyrirtækja sem unnið er í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. ágúst kl. 10.00-11.30 í fundarsalnum Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Verkefnið er hugsað sem hvatning til félagsmanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Dagskrá

  • Opnun fundar – Gestur Pétursson, forstjóri Elkem og formaður Framleiðsluráðs SI
  • Kynning á loftslagsverkefni Samtaka iðnaðarins og Festu – Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri SI
  • Ávinningur fyrirtækja af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu
  • Reynsla Coca Cola Euorpean Partners á Íslandi af loftslagsmælingum
  • Umræður

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.