Fréttasafn12. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur um sókn íslensks matvælaiðnaðar

Matvælaráð SI stendur fyrir opnum fundi um sókn íslensks matvælaiðnaðar fimmtudaginn 19. maí kl. 11.00-12.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Matvælaiðnaður á Íslandi veltir 173 milljörðum króna og 5.500 eru starfandi í greininni. Á fundinum verður fjallað um framtíðartækifærin í fjölbreyttum matvælaiðnaði auk þess sem kynntar verða niðurstöður könnunar um helstu áskoranir og áherslur matvælafyrirtækja.

Fjölbreytt matvælaframleiðsla hér á landi tekur meðal annars til framleiðslu á brauði og kökum, kaffi, tilbúnum réttum, kjöti, kornvörum, krydd- og bragðefnum, mjólkurvörum, sultu, smjörlíki, súkkulaði, sælgæti, snakki, poppi, drykkjarvörum og áfengi.

Dagskrá

  • Opnunarávarp - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Áherslur Matvælaráðs SI - Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI
  • Staða og horfur í matvælaiðnaði - Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur SI
  • Nýsköpunarumhverfi matvæla - Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI

Auglysing_loka_1652369319970