Fréttasafn



15. okt. 2024 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um stöðu íbúðauppbyggingar á Ísafirði

HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.

Í samstarfi við Vestfjarðarstofu er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Vestfjörðum. Fundurinn verður haldin í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði mánudaginn 21. október og hefst kl. 12:00.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu HMS.

Dagskrá

  • Uppbygging leiguíbúða á Vestfjörðum
  • Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu
  • Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
  • Jón Örn Gunnarsson og Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingar á húsnæðissviði HMS
  • Byggjum í takt við þarfir
  • Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI

Fundarstjóri: Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Tryggd-byggd-fundir-haustid-2024_Isafjordur-2-2-