Fréttasafn



30. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur um stöðuna á íbúðamarkaði

Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, efnir til hádegisverðarfundar í samstarfi við Samtök iðnaðarins um stöðuna á íbúðamarkaði næstkomandi miðvikudag 2. október á Hilton Nordica kl. 12:00-13:15.

Dagskrá

  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fjallar um nýlega talningu á íbúðum í byggingu og stöðuna á íbúðamarkaðnum.
  • Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs, fer yfir framboð og eftirspurn eftir fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Ingólfur og Sigrún taka þátt í umræðum með fundarstjóra eftir að erindum þeirra lýkur.

Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmaður í FVH.

Viðburðurinn á Facebook.

Hér er hægt að skrá sig. Skráning er mikilvæg.