Fréttasafn



18. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Fundur um tækifæri í erlendu styrkjaumhverfi

Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum á rafrænan kynningarfund fimmtudaginn 21. janúar kl. 12.00-13.00 með fulltrúum Evris um tækifæri í erlendu styrkjaumhverfi á sviði nýsköpunar. Íslensk fyrirtæki geta sótt um erlenda styrki til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar að uppfylltum skilyrðum. Á þetta við um fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Evris ehf. er íslenskt ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðað hefur fjölmörg íslensk fyrirtæki við að sækja erlent fjármagn með góðum árangri.

Á fundinum munu Anna Margrét Guðjónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Evris, og Sverrir Geirdal, sérfræðingur hjá Evris, fara yfir helstu erlendu fjármögnunarkosti sem í boði eru með aðstoð Evris og Inspiralia. Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að skrá sig. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk fyrir fundinn.

Sverri Geirdal, sérfræðingur hjá Evris, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Evris.