Fundur um virkniskoðun gæðakerfa/skjalavistunarkerfa
Umræðu- og fræðslufundur Iðunnar fræðsluseturs og Samtaka iðnaðarins í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði fer fram fimmtudaginn 8. desember kl. 8.30-9.45 í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20. Á fundinum verður fjallað um virkniskoðun gæðakerfa/skjalavistunarkerfa.
Fundarstjóri er Guðrún Ólafsdóttir, gæða- og öryggisstjóri BYGG.
Dagskrá
- Hvernig gengur og hvernig er staðan? - Jónas Þórðarson, HMS.
- Hvernig er úttketin undirbúin - Eyjólfur Bjarnason gæða- og öryggisstjóri hjá Arnarhvoli ehf.
- Reynsla af framkvæmd úttekta - BSI.
- ISO 9001 gæðakerfi - Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.