Fundur VOR um grænt vetni og vindorku á Arctic Circle
Vetnis- og rafeldsneytissamtökin taka þátt í Artic Circle Assembly 19. október kl. 9-9.55 í sal í Reykjavík Edition þar sem fjallað verður um hlutverk vetnisframleiðslu í samspili við vindorku.
Á fundinum verður fjallað um hvernig vetni getur jafnað út óstöðuga orkuframleiðslu frá vindorku í einangruðum orkukerfum. Þrjú stór vetnisverkefni á Íslandi verða kynnt sem nýta vindorku í framleiðslu sinni. Fundurinn veitir ækifæri til að kynna sér hvernig græn vetnisframleiðsla getur stutt við sjálfbæra orkuþróun á Íslandi.
Á meðal fyrirlesara eru Auður Nanna Baldvinsdóttir, forstjóri IðunnH2, sem mun fjalla um 300 MW SAF verkefni IðunnH2, Anna Wartewig frá Qair Iceland H2 sem fjallar um samspil vindorku og vetnisframleiðslu í Katanes verkefninu, og Magnús Bjarnason, stjórnarformaður Fjarðarorku, sem kynnir rafeldsneytisframleiðslu í Austfjarðaorkugarðinum.