Fréttasafn



13. sep. 2021 Almennar fréttir

Fyrir skatta og gjöld byggjum við velferðarkerfi

Á kosningafundi SI í Hörpu sagði Katrín Jakobsdóttir, VG, að stóra myndin væri sú að það sem við erum að fá fyrir álögur og gjöld á fólk og fyrirtæki í landinu sé gott samfélag og það skipti okkur öllu máli. „Þegar við ræðum álögur, á fólk og fyrirtæki, þá skulum við ekki gleyma því að fyrir þessa skatta og þessi gjöld byggjum við velferðarkerfi, búum til betra samfélag, búum til betra samfélag fyrir ungt fólk í þessu landi, og ég vísa sérstaklega til fæðingarorlofsins sem er fjármagnað af tryggingagjaldi.“ 

Hún sagði að heimurinn væri ekki já og nei. „Heimurinn er ekki svartur og hvítur, heimurinn er bara miklu flóknari en svo að við þurfum að ræða hvað við fáum fyrir þessi gjöld. Því það er hagsmunamál atvinnulífsins í þessu landi að við getum byggt hér upp velsældarsamfélag þar sem fólki líður vel og getur elt drauma sína og látið sín tækifæri rætast og hluti af því er þetta öfluga velferðarkerfi.“

Si_kosningafundur_2021-22Katrín Jakobsdóttir og Björn Leví Gunnarsson á kosningafundi SI.

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI:

https://vimeo.com/600871564