Fréttasafn22. ágú. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Fyrirhugaðar breytingar á mannvirkjalögum kynntar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur unnið að breytingum á mannvirkjalögum nr. 160/2010 sem gert er ráð fyrir að verði lagðar fram á Alþingi í haust og Samtök iðnaðarins hafa fengið til umsagnar. Af því tilefni var efnt til kynningarfundar um fyrirhugaðar breytingar á lögunum í morgun í Húsi atvinnulífsins. Breytingarnar byggja á tillögum starfshóps sem var skipaður með það að markmiði að lækka byggingarkostnað og einfalda stjórnsýslu. 

Mannvirkjalog1

Á fundinum fór Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, yfir tillögurnar. Hér má nálgast glærurnar frá fundinum.  Glaerur_Mannvirkjalog_2017-08-22

Mannvirkjalog4