Fréttasafn



3. feb. 2025 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Fyrirhuguð útgáfa á nýrri skýrslu um innviði á Íslandi

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi miðvikudaginn 12. febrúar kl. 11.30-13.30 í Kaldalóni í Hörpu.

Í skýrslunni er lagt mat á helstu innviði á Íslandi sem saman mynda lífæðar samfélagsins; flugvellir, hafnir, vegakerfi, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuvinnsla, raforkudreifing- og flutningur, fasteignir ríkis og sveitarfélaga og úrgangsmál.

Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er að kalla fram upplýsta umræðu og nauðsynlegar úrbætur þannig að innviðir landsins standi undir hlutverki sínu og efli samkeppnishæfni.

Dagskrá

  • Fundarstjórn – Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Samantekt – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI 
  • Vegasamgöngur – Nína María Hauksdóttir, rekstrarverkfræðingur hjá COWI 
  • Fráveitur – Guðmundur Sigfinnsson hagfræðingur hjá EFLU 
  • Opinberar byggingar – Herdís Sigurgrímsdóttir, sérfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf 
  • Umræður – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Reynir Sævarsson, formaður FRV og fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, og Sunna Ósk Kristinsdóttir, rekstrarstjóri byggingasviðs hjá Verkís  

Boðið er upp á léttan hádegisverð kl. 11.30 og fundurinn hefst kl. 12.00.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Fundinum er ekki streymt. 

Innvidir-25-morgunbladid-vers.3-69-1