Fyrirlestrar um ábyrga matvælaframleiðslu
Nú er hægt að nálgast alla fyrirlestra sem fram fóru á ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Matvælalandið Ísland stóð fyrir í Kaldalóni í lok maí. Að samstarfsvettvanginum Matvælalandið Ísland standa Bændasamtökin, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Matarauður Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins. Á myndinni hér fyrir ofan er Serena Brown frá KPMG International sem flutti eitt af erindum ráðstefnunnar.
Hér er hægt að nálgast upptökur af öllum tíu fyrirlestrunum auk þess sem hægt er að smella á tenglana hér fyrir neðan fyrir hvern fyrirlestur:
- Setning og afhending verðlauna Ecotrophelia Ísland - Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
- Matvælalandið Ísland - Samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar - Sveinn Margeirsson, forstjóri MATÍS.
- The Sustainable Development Goals - Opportunities for the Icelandic Food Industry - Serena Brown, Director Sustainable Development KPMG International.
- Áfram veginn - Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.
- Ábyrgar fiskveiðar - Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Reynslusögur úr ýmsum áttum
- Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi.
- Eva María Sigubjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks.
- Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins..
- Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss.
Myndir frá ráðstefnunni
Á Facebook er hægt að skoða myndir frá ráðstefnunni.
Á myndinni eru Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Bryndís Skúladóttir hjá VSÓ og Stefán Magnússon hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi.