Fréttasafn



21. apr. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fyrirlestrar um þekkingu og færni innan matvælagreina

Hægt er að nálgast alla fyrirlestra sem fluttir voru á ráðstefnunni sem Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir á Hótel Sögu þar sem fjallað var um þekkingu og færni innan matvælagreina. Þetta var í fimmta sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin en að samstarfsvettvangnum standa Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á einnig fulltrúa í hópnum.

Hér má nálgast alla fyrirlestrana.